Tónaland – tónleikaröð á landsbyggðinni
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til tónleikahalds á landsbyggðinni árið 2021.
Óskað er eftir efnisskrá með sígildri tónlist eða djasstónlist.
Umsækjendur skulu vera skuldlausir félagar í FÍT – klassískri deild FÍH eða FÍH.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 24. ágúst 2020.
Hver styrkur er ætlaður til þrennra tónleika á landsbyggðinni frá 1. janúar til 31. desember 2021.
Styrkurinn kemur til móts við launagreiðslu frá hverjum tónleikastað og er þá heildarþóknun fyrir eina tónleika:
• 100.000 kr. fyrir einleik
• 140.000 kr. fyrir dúó
• 150.000 kr. fyrir tríó
• 170.000 kr. fyrir kvartett
• 190.000 kr. fyrir kvintett
• 40.000 kr. á mann fyrir stærri hópa
Verkefnisstjóri, Ása Fanney Gestsdóttir, annast skipulagningu og samskipti við samstarfsaðila.