Fræðslukvöld
Þriðjudaginn 7. febrúar er fræðsluerindi með tóndæmum á kaffi Rósenberg kl 20.00. Viðburðurinn fer fram í samstarfi við FÍH, Félag íslenskra söngkennara, Félag íslenskra kórstjóra og KÍTÓN. Yfirskriftin er:
Samsköpun og hópmenning í tónlistarstarfi
Þær Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir flytja erindi með tóndæmum og munu fjalla um nýja sýn á kórstarf, hljómmyndun, tengsl við áhorfendur og hópmenningu sem áhrifavald í tónlistarsköpun. Þær stofnuðu saman kvennakórinn Kötlu og stjórna honum saman.

Lilja Dögg Gunnarsdóttir hefur lokið mastersgráðu á NAIP námbraut Listaháskólans og starfar sem söngkona með kammerhópnum Umbra, sönghópnum Elfur auk ýmissra annarra kammerhópa og kóra. Lilja Dögg Gunnarsdóttir er sjálfstætt starfandi tónlistarkona og starfar við söng, kórstjórn, tónlistarstjórn og útsetningar. Hún hefur lokið meistaranámi á NAIP námsbraut Listaháskólans. Lilja stjórnar Kötlunum og kór Kvennaskólans í Reykjavík, er söngkona þjóðlagahópsins Umbru og kemur reglulega fram sem einsönvari og kórsöngvari með Schola Cantorum, Melodiu og sextettnum Elfi. Hún hefur mikla starfsreynslu sem snýr að sköpun, miðlun og hugmyndavinnu í tónlistartengdum verkefnum, til dæmis í tónlistartjórn í uppsetningum söngleikja í framhaldsskólum.
Hildigunnur Einarsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og sótti einkatíma í Berlín og Utrecht. Hún stundar nám í skapandi tónlistarmiðlum frá Listaháskólanum þar sem hún leggur áherslu á kórstjórn, einsöng og spuna. Sem einsöngvari kemur hún fram á ljóðatónleikum, og flytur kirkjutónlist, með barrokktónlist, kammerverkum og nútímatónlist. Hún er meðlimur í Schola Cantorum, Melodia og sextettnum Elfi. Hún hefur á síðustu árum m.a. komið fram sem einsöngvari á Sumatónleikum í Skálholti, tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík og með hinni alþjóðlegu kórakademíu í Lübeck.