top of page

Litir klarinettunnar í tónleikaröðinni Velkomin heim!


Litir klarinettunnar

StartFragment

Sunnudaginn 19. febúar kl 17.00 verða haldnir fjórðu tónleikarnir í tónleikaröð FÍT og FÍH, Velkomin heim. Baldvin Ingvar Tryggvason klarínettuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja glæsilega dagskrá litríkra verka fyrir klarínett og píanó. Tónleikarnir fara fram í Hörpuhorni, opnu rými á annarri hæð og aðgangur er ókeypis. Norbert Burgmüller (18118 - 1836) Duo for clarinet & piano in E-flat major, Op. 15 Gerald Finzi (1901 - 1956) 5 Bagatelles , Op. 23 Leo Weiner (1885 - 1960) Peregi Verbunk Þorkell SIgurbjörnsson (1938 - 2013)... 4 íslensk þjóðlög – 4 Icelandic Folksongs Claude Debussy (1862 - 1918) Premiére Rhapsodie Baldvin Ingvar Tryggvason hóf klarinettunám sitt við Tónlistarskóla Álftaness sjö ára gamall, en færði sig síðar yfir í Tónlistarskólann í Reykjavík. Kennari hans þar var Kjartan Óskarsson. Haustið 2011 hóf Baldvin svo nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Einars Jóhannessonar, en Baldvin þreytti lokapróf sitt þaðan vorið 2014. Haustið 2014 hóf Baldvin nám við hinn virta Royal College of Music í London, þar sem hans helstu kennarar voru Barnaby Robson og Richard Hosford. Sumarið 2016 útskrifaðist hann með ágætis einkunn frá skólanum. Baldvin hefur komið víða fram opinberlega, meðal annars leikið með BBC Symphony Orchestra, Sinfóníhljómsveit Unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Ungsveit Sinfóníu hljómsveitar Íslands, en þar hefur hann gegnt stöðu leiðara þrisvar sinnum. Í janúar 2014 var hann einn af sigurvegurum keppninnar Ungir Einleikarar og lék hann klarínettukonsert eftir Aaron Copland með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem verðlaun. Einnig lék Baldvin á klarinett í sýningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi og Konan við 1000°. Baldvin hefur sótt ýmis meistaranámskeið, meðal annars hjá Martin Fröst, Barnaby Robson, Hermanni Stefánssyni og Maximilliano Martin. Helga Bryndís Magnúsdóttir hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Síðar nam hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem einleikari og píanókennari árið 1987. Aðalkennari hennar þar var Jónas Ingimundarson. Framhaldsnám stundaði Helga Bryndís hjá Leonid Brumberg í Vínarborg, Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila í Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og í kammermúsik ýmiskonar og þá ekki hvað minnst með söngvurum. Hún starfar nú sem píanóleikari við Listaháskóla Íslands og tónlistarskólana í Reykjanesbæ og Kópavogi. Helga Bryndís er meðlimur í Caput hópnum.

EndFragment


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page