Umsóknir í hljómdiskasjóð

Kæru félagsmenn.
Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk deild FÍH auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Hljómdiskasjóði félagsins. Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudaginn 24. mars 2017.
Í ár verða veittir tveir styrkir að upphæð kr. 200 þúsund. Minnt er á að allir flytjendur sem koma fram á disknum þurfa að vera félagsmenn (sjá 1. grein úthlutunarreglna) og að skilvís greiðsla árgjalds er skilyrði fyrir því að umsókn sé tekin til umfjöllunar. Hér er umsóknaeyðublað.
Úthlutunarreglur Hljómdiskasjóðs FÍT – klassískrar deildar FÍH
Allir félagsmenn FÍT - klassískrar deildar FÍH eiga rétt á að sækja um styrk til sjóðsins. Þeir skulu vera skuldlausir við félagið þegar umsóknarfrestur rennur út.
Minnt er á að allir flytjendur sem koma fram á disknum þurfa að vera félagsmenn og eru allir þátttakendur aðilar að umsókn (verkefninu). Undanþága er þegar um einleik / einsöng með hljómsveit er að ræða.
Umsóknum skulu fylgja:
upplýsingar um efnisskrá
upplýsingar um flytjendur hljómdisksins
áætlaðar dagsetningar á upptökum
kostnaðaráætlun og yfirlit yfir styrki
tilgreina skal útgefenda ef slíkur er þegar til staðar
4. Verði um veigamiklar breytingar að ræða t.d. varðandi verkefnaval, flytjendur eða útgáfudag, skal leita samþykkis stjórnar félagsins. Telji stjórnin að forsendur úthlutunar hafi raskast verulega, má afturkalla styrkinn. Hann skal þá renna aftur í Hljómdiskasjóð til úthlutunar.
5. Stjórn FÍT - klassískrar deildar FÍH ákveður styrkupphæð og fjölda styrkja hverju sinni. Styrkir skulu auglýstir árlega. Stjórn FÍT - klassískrar deildar FÍH velur úthlutunarnefnd til eins árs í senn. Í henni eiga sæti tveir félagsmenn og einn aðili utan félagsins sem er jafnframt formaður nefndarinnar.
5. Úthlutun styrkja fer fram á aðalfundi félagsins eða á almennum félagsfundi. Við störf sín skal úthlutunarnefnd hafa aðgang að umsóknum fyrri ára.
6. Nefndin skal rökstyðja styrkveitingu með greinargerð.
7. Styrkir verða greiddir út að loknum upptökum. Útgáfa hljómdisks skal vera fyrir innan 32 mánaða frá úthlutun.