top of page

Klassík í Vatnsmýrinni:"Lifðu í núinu, lifðu í eilífðinni"


Þann 21. mars kl. 20.00 flytja þær Helga Rós Indriðadóttir sópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir dagskrá með yfirskriftinni “Lifðu í núinu, lifðu í eilífðinni”. Á efnisskránni eru sönglög eftir Victor Ullmann og þau tónskáld sem höfðu mest áhrif á hann, Arnold Schönbe

rg og Alexander von Zemlinsky. Helga Rós Indriðadóttir stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Stuttgart og var um árabil fastráðin við óperuna í Stuttgart. Árið 2014 söng hún hlutverk Elisabettu í uppsetningu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi. Guðrún Dalía Salomónsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Stuttgart. Hún kemur reglulega fram sem einlei...kari, tekur þátt í flutningi kammertónlistar og leikur með söngvurum, en samstarf þeirra Helgu Rósar hófst árið 2008 og ári seinna gáfu þær út geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar. Viktor Ullmann fæddist í Póllandi en fjölskyldan fluttist til Austurríkis þar sem Ullmann stundaði tónlistarnám hjá Arnold Schönberg sem kom honum í kynni við Alexander Zemlinsky. Ullmann var framúrskarandi píanisti en starfaði mest sem hjómsveitarstjóri, lengst af í Prag. Viktor Ullmann var fluttur til Theresienstadt í september 1942 og tekinn af lífi í Auschwitz árið 1944. Stóran hluta verka sinna samdi hann í fangabúðunum, þar á meðal óperuna "Der Kaiser von Atlantis". Arnold Schönberg er talinn eitt áhrifamesta tónskáld 20. aldar. Hann var að miklu leyti sjálfmenntaður en var líkt og Zemlinsky, kennari hans í tónsmíðum, til að byrja með undir rómantískum áhrifum Brahms og Wagner, en umbylti síðar með þróun tólftónatækninnar tónsmíðum hins vestræna heims. Alexander von Zemlinsky tengdist Schönberg vina- og fjölskylduböndum og var í raun eini kennari hans. Zemlinsky átti mikilli velgengni að fagna sem hljómsveitarstjóri auk þess að fást við tónsmíðar og kennslu. Við upphaf seinna stríðsins flutti hann til bandaríkjanna og starfaði þar til dauðadags 1942. Aðgangseyrir er 2.500 kr en 1.500 kr fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page