Velkomin heim - passíusálmar!
Velkomin heim kynnir Önnu Grétu Sigurðadóttur jazzpíanista og tónskáld sem stundar nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Með henni koma fram sönghópurinn Fjárlaganefnd, sem nú skipa þau Sólveig Sigurðardóttir, sópran Ásta Marý Stefánsdóttir, sópran Freydís Þrastardóttir, alt Valgerður Helgadóttir, alt Þórhallur Auður Helgason, tenór Gunnar Thor Örnólfsson, tenór Böðvar Ingi H. Geirfinnsson, bassi Ragnar Pétur Jóhannsson, bassi og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Matthías Hemstock slagverkleikari. Það er menningararfurinn sem er í miðpunkti þessarra tónleika á pálmasunnudag, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Til grundvallar liggur nýjasta útgáfa Skálholtsútgáfunnar, ri...tstýrt af Smára Ólasyni. Valdir sálmar eru sungnir af Fjárlaganefnd í raddsetningu Smára. Anna Gréta hefur samið eigin hugleiðingar útfrá sálmunum sem sungnir eru og mynda þær heildstætt verk utanum söng Fjárlaganefndar. Hér mætast hefðin og nútíminn á afar áhugaverðan hátt þar sem ungu kynslóðirnar kafa í arfleifðina og færa okkur sína sýn á menningarverðmætin okkar. Aðgagur er ókeypis.
