top of page

Styrkhafar næsta starfárs

Kæru félagar, hér má sjá nokkra af styrkþegum næsta starfsárs.

Styrk úr hljómdiskasjóði hlutu tvö verkefni.

Erla Dóra Vogler og Eva Þyri Hilmarsdóttir fyrir upptökur á diski með verkum Jórunnar Viðar, en mörg hver þeirra heyrast í fyrsta sinn í flutningi þeirra.

Pamela de Sensi til upptöku á diski með nýrri íslenskir tónlist fyrir þverflautur af ýmsum gerðum.

Styrkþegar Tónalands - landsbyggðartónleika 2019 eru sjö talsins

Dea sonans ensemble, sem eru þær Alexanda Kjeld, Rósa Sigrún Sveinsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Sunna Gunnlaugsdóttir. Megináhersla verður lögð á frumsamda rytmíska tónlist latin og jazz stíl.

Chrissie Telma Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson með tónlist eftir A. Vivaldi, W.A. Mozart, J. Brahms, A. Beach, S. Máynez Prince, A. PIazolla, M. Richter og Einar Bjart Egilsson.

Erla Dóra Vogler og Eva Þyri Hilmarsdóttir með tónlist eftir Jórunni Viðar.

Hafdís Vigfúsdóttir og Kristján Karl Bragason með efnissrkánna "Í hjarta Parísar”, tónlist eftir G. Fauré, F. Gaubert, F. Poulenc, A. Jolivet og Gísla J. Grétarsson

Reynir Hauksson sem flytur flamenco tónlist, bæði spænska og frumsamda og einnig klassíska tónlist fyrir gítar.

Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir með efnissrkánna “Hjarðsveinar og meyjar”, tónlist efir F. Schubert, G. Rossini, G. Gershwin, Skúla Halldórsson, Þórarinn Jónsson, Hjálmar H. Ragnars, Helga Helgason, Friðrik Jónsson og Jóhann G. Jóhannsson.

Þjóðlagasveitin Umbra, þær Alexandra Kjeld, Arngerður María Árnadóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir sem flytjja miðaldatónlist frá Evrópu, trúarleg og veraldleg tónlist frá Norðurlöndunum í eigin útsetningum og spuna.

Klassík í Vatnsmýrinni 2018 - 2019

17. október, Chu Yibing, kínverskur sellóleikari sem starfaði í Basel um tveggja áratuga skeið en kennir nú í Beijing. 21. nóvember, Hafdís Vigfúsdóttir og Kristján Karl Bragason með efnissrkánna “Í hjarta Parísar”, ónlist eftir G. Fauré, F. Gaubert, F. Poulenc, A. Jolivet og Gísla J. Grétarsson 20. febrúar, Hlín Pétursdóttir Behrens og Peter Máte, “Á vængjum söngsins”, tónlist eftir F. Mendelssohn, P. Cornelius, E.Grieg, Jórunni Viðar, Þuríði Jónsdóttir, Hildigunni Rúnarsdóttir og Jón Sigurðsson. 20. mars, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir og Edda Erlendsdóttir, “Raddir í loftinu"

Nýir félagar 2018

Einar Bjartur Egilsson píanóleikari Hildigunnur Einarsdóttir söngkona Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngkona Ólafía Jensdóttir söngkona Rannveig Marta Sarc fiðluleikari Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari

Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í félagið okkar.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page