Umsóknir fyrir tónleikaröðina Velkomin heim
Opið er fyrir umsóknir um tónleika í tónleikaröðinni "Velkomin heim” í Hörpu 2018 - 2019. Fimm tónleikar verða á næsta starfsári, þrennir í Hörpuhorni og tvennir í Björtuloftum. Dagsetningar eru:
Í Hörpuhorni: 18 nóv, 31. mars og 5. maí
Í Björtuloftum: 21. október og 10. febrúar
Til greina koma tónlistarmenn sem hafa lokið Bachelor gráðu frá erlendum háskóla og einnig þeir sem hafa útskrifast, séu ekki meira ein þrjú ár frá útskrift. Aðeins einn flytjandi þarf að uppfylla þessi skilyrði ef um samleikstónleika er að ræða. Æskilegir eru einleikstónleikar, dúó, tríó og kvartett. Móttaka umsókna verður staðfest.
Umsóknir sendist til fiston@fih.is með ferilsskrá, ljósmynd af umsækjanda/umsækjendum og drögum að efnisskrá, tæplega klst. að lengd.
Umsóknarfrestur er til 3. ágúst.