top of page

Velkomin heim: Textar í gegnum tónlist!


Textar gegnum tónlist eru fyrstu tónleikar á þriðja starfsári tónleikaraðarinnar Velkomin heim, sameiginlegrar tónleikaraðar FÍH og FÍT innan Sígildra sunnudaga. Tónleikarnir fara fram í Björtuloftum kl. 20.00, sunnudaginn 21. október.

Á tónleikunum Textar gegnum tónlist flytur Mikael Máni Ásmundsson lög Bob Dylan fyrir sóló gítar. Hugmyndin af verkefninu er að túlka texta Dylans í gegnum hljóðfærið. Aðferðin sem Mikael notar við að spila lögin er blanda af skrifuðum útsetningnum og spuna. Í skrifuðu pörtunum er markmiðið að ná fram tilfinningunni í textanum en á meðan hann spilar melódíuna er textinn kjarninn í túlkuninni á verkinu og flutningurinn er innblásinn af honum. Á tónleikunum verður dreift bæklingi sem Lilja María Ásmundsdóttir hannaði með textunum af þeim 8 lögum sem Mikael flytur á tónleikunum. Tónleikagestir fá þannig að stýra upplifun sinni á tónlistinni og geta valið hvort þeir vilji bara hlusta eða hvort að þeir vilja lesa ljóðin sem Dylan skrifaði til að tengjast lögunum á annan hátt.

Gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson lauk námi við einn virtasta tónlistarháskóla heims í jazz tónlist, Conservatorium van Amsterdam í júní 2018. Mikael lærði undir handleiðslu jazzgítarleikarans Jesse van Ruller sem er með þekktari og virtari jazzgítarleikurum Evrópu. Áður en hann flutti til Hollands stundaði hann nám við FÍH en hann útskrifaðist þaðan 18 ára gamall undir leiðsögn Hilmars Jenssonar og Sigurðar Flosasonar. Árið 2017, var frumraun Mikaels á sviði tónlistarútgáfu, og var platan “Beint heim” með dúettnum “Marína & Mikael” tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokknum jazz & blús. Mikael tók nýlega upp sýna fyrstu plötu með frumsömdu efni. Platan sem ber heitið Bobby mun koma út árið 2019 en á henni spila Skúli Sverisson á bassa og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur og víbrafón.

https://www.facebook.com/events/744990195838319/


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page