top of page

Á vængjum söngsins - Klassík í Vatnsmýrinni


Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Peter Maté píanóleikari í Norræna Húsinu miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20:00

Þau flytja efnisskrá sem er er helguð rómantíkinni og hefjast tónleikarnir á þremur perlum eftir Felix Mendelssohn Bartholdy. "Brautlieder", ljóðaflokkur eftir Peter Cornelius fjallar um hugrenningar ungrar brúður í undanfara brúðkaups og er stíll Cornelíus nokkuð opnari og framsæknari í þessum ljóðum en í hinum þekktu “Weihnachtslieder”. Því næst flytja þau Op. 48 eftir Edvard Grieg, flokk sem tónskáldið samdi við þýsk ljóð, en ljóðin fjalla um lífið og ástina á afar ólíkan hátt og kalla fram hin fjölbreytt efnisstök. Seinni hluti kvöldsins er helgaður íslenskum sönglögum 20. og 21. aldar, m.a. með tónlist eftir Hildigunni Rúnarsdóttir og Þuríði Jónsdóttur. Hlín Pétursdóttir Behrens stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Hamborg. Hún var fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern og Staatstheater am Gärtnerplatz í München og söng í óperusýningum og á tónleikum í Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Frakklandi og Svíþjóð um 12 ára skeið, en flutti heim árið 2004. Hér heima hefur hún haldið ljóðatónleika, komið fram kammertónleikum og kirkjutónleikum og sungið á Sumartónleikum í Skálholti. Á Myrkum músíkdögum 2018 frumflutti hún verk eftir Unu Sveinbjarnardóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur og á Hljóðön 2015 flutti hún dagskrá með verkum eftir Kaiju Saariaho. Hjá Íslensku óperunni hefur Hlín sungið hlutverk Musettu í La Bohème og Chlorindu í Öskubusku og Ännchen í Galdraskyttunnu á vegum Sumaróperunnar og Listahátíðar í Reykjavík. Peter Maté er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Rožňava í Tékkóslóvakíu. Hann stundaði píanónám frá ungum aldri en lauk einleikara- og kennaramastersgráðu úr Tónlistarakademíunnni í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum t.d. með Tríói Reykjavíkur og Kammertríói Kópavogs víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur einnig kennt masterklassa við fjölda erlendra háskóla og tónlistarskóla á Íslandi auk þess sem hann hefur tekið að sér dómarastörf í píanókeppnum. Út hafa komið nokkrir hljómdiskar með leik Peters, bæði sem einleikara og með öðrum. Í febrúar 2012 frumflutti Peter píanókonsert Jóns Ásgeirssonar á Akureyri ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hann kennir við Menntaskólann í Tónlist og er prófessor og fagstjóri hljóðfæranáms við Listaháskóla Íslands. Aðgangseyrir er kr. 3.000, 2.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri. Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Aalto bistro er opið til kl 21.30 á tónleikadag


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page