Styrkir úr hljómdiskasjóði
Kæru félagsmenn, Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk deild FÍH auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Hljómdiskasjóði félagsins. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 24. mars 2019.
Í ár verða veittir tveir styrkir að upphæð kr. 200 þúsund. Minnt er á að allir flytjendur sem koma fram á disknum þurfa að vera félagsmenn (sjá 1. grein úthlutunarreglna) og að skilvís greiðsla árgjalds er skilyrði fyrir því að umsókn sé tekin til umfjöllunar. Stjórnin.