top of page

Aðalfundur FíT

Ágætu félagar,

miðvikudaginn 29. maí kl. 18.30 höldum við aðalfund FÍT. Að þessu sinni ekki í húsnæði FÍH í Rauðagerði heldur í sal Söngskóla Sigurðar Demetz, Ármúla 44, 108 Reykjavík, á 3. hæð. Ármúli 44 er á mótum Ármúla og Grensásvegar. Fundurinn hefst kl. 18.30 með úthlutun styrkja til Tónalands, tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinn og Hljómdiskasjóði, Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 19.00

Sérstök athygli skal vakin á því að kosið verður um tvö sæti í stjórn. Hlín Pétursdótti Behrens lætur af störfum sem formaður og Kristinn Örn Kristinsson hættir sem gjaldkeri félagsins. Framboð tilkynnist með tölupósti til formanns.

Örvar Már Kristinsson verður gestur á fundinum og kynnir fyrirtæki sitt Reykjavík Culture Travel.

Við hlökkum til að sjá sem flesta félaga, léttar veitingar í boði að vanda.

Með bestu kveðjur, fyrir hönd stjórnar,

Hlín Pétursdóttir Behrens

Formaður FÍT, klassískrar deildar FÍH


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page