Aðalfundur FíT
Ágætu félagar,
miðvikudaginn 29. maí kl. 18.30 höldum við aðalfund FÍT. Að þessu sinni ekki í húsnæði FÍH í Rauðagerði heldur í sal Söngskóla Sigurðar Demetz, Ármúla 44, 108 Reykjavík, á 3. hæð. Ármúli 44 er á mótum Ármúla og Grensásvegar. Fundurinn hefst kl. 18.30 með úthlutun styrkja til Tónalands, tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinn og Hljómdiskasjóði, Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 19.00
Sérstök athygli skal vakin á því að kosið verður um tvö sæti í stjórn. Hlín Pétursdótti Behrens lætur af störfum sem formaður og Kristinn Örn Kristinsson hættir sem gjaldkeri félagsins. Framboð tilkynnist með tölupósti til formanns.
Örvar Már Kristinsson verður gestur á fundinum og kynnir fyrirtæki sitt Reykjavík Culture Travel.
Við hlökkum til að sjá sem flesta félaga, léttar veitingar í boði að vanda.
Með bestu kveðjur, fyrir hönd stjórnar,
Hlín Pétursdóttir Behrens
Formaður FÍT, klassískrar deildar FÍH