top of page

Harmonikkutríó í Hörpuhorni - velkomin heim!

Sunnudaginn 19. maí kl. 16.00 verða tónleikar á vegum tónleikaraðarinnar Velkomin Heim í Hörpuhorni. Harmonikkutríóð Ítríó flytur eigin útsetningar, þjóðlagatónlist frá Makedóníu, verk eftir Finn Karlsson, Jón Nordal, J. Deng, L. Boëllmann, T. Hosokawa og W. Zolotarjov. Ítríó var stofnað haustið 2015 í Kaupmannahöfn af Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttir, Jóni Þorsteini Reynissyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni en þau hafa stundað kammernám við einleikaradeild Konunglega danska Tónlistarháskólans. Árið 2016 hrepptu þau annað sætið í hinni alþjóðlegu harmonikukeppni Pif-Castelfidardo á Ítalíu og 2017 fyrsta sæti í árlegri kammertónleikakeppni Konunglega danska tónlistarháskólans. Þau hafa komið fram á tónleikum í Danmörku, Noregi og Ítalíu og meðal hátíða sem tríóið hefur tekið þátt í má nefna Pulsar, Onsdagskonsert og Mestre på Mandag á vegum tónlistarháskólans, Fadiesis accordion festival í Matera á Ítalíu, NordAccordion í Noregi og Þjóðlagahátíð á Siglufirði, en meðal óhefðbundnari uppákoma má nefna tónleika í neðanjarðarlestastöðinni Frederiksborg í Kaupannahöfn.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page