top of page

Fréttir af aðalfundi 2019

Ágætu félagar,

Aðalfundur var haldinn í Söngskóla Sigurðar Demetz miðvikudaginn 29. maí. Þar lét undirrituð af stórfum og þakkar hérmeð félögum samfylgdina, stjórn félagsins

traust og gott samstarf vog býður velkominn til starfa nýjan formann, sem Hallveig Rúnarsdóttir sem hefur verið varaformaður undanfarin ár. Kristinn Örn Kristinsson lét af störfum sem gjaldkeri eftir farsælt starf svo tveir nýjir stjórnarmenn bættust í hópinn, Hildigunnur Einarsdóttir og Egill Arni Palsson, innilega velkomin. Áfram í stjórn sitja Hrönn Þráinsdóttir og Ágúst Ólafsson. Ég leyfi mér að óska nýrri stjórn velfarnaðar í starfi og öllum flytjendum og styrkþegum til hamingju, og okkur öllum til hamingju með þau.

Fundargerð og frekari fréttir af aðlafundi munu berast innan tíðar.

Styrk úr hljómdiskasjóði hlaut Snorri Sigfúr Birgisson fyrir upptökur á eigin tónsmíðum.

Hér að neðan eru taldið upp flytjendur í Klassík í Vatnsmýrinn og styrkþegar til tónleika Tónalands.

Klassík í Vatnsmýrini

20. nóvember Den danske clarinettrio Tommaso Lonquich, klarínetta, Jonathan Slaatto, selló, Martin Qvist Hansen, píanó N.W. Gade: Fantasy Pieces fyrir klarínett og píanó Clara Schumann: Trio R. Schumann: Adagio Allegro fyrir selló og píanó Brahms: Klarínettutríó op. 114

19. febrúar Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir sópran og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanó Ljóð og einleiksverk frá seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar fyrir hlé, íslensk verk eftir hlé.

18. mars Þórir Jóhannsson kontrabassi og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanó Verk eftir Árna Egilsson, Karólínu Eiríksdóttur, Þórð Magnússon, Bruch, Kodály og Bottesini

29. apríl Egill Árni Pálsson tenór og Kristinn Örn Kristninsson píanó Ljóðasöngvar Richard Strauss

Svo er það Tónaland:

Andrés Þór og Agnar Már Magnússon Frumsamin verk fyrir píanó og gítar dúett auk valinna húsganga jazzbókmenntanna. Jazztónlist með kammerívafi þar sem sveifla og kraftur eru ekki langt undan.

Andri Ólafsson og Sigríður Thorlacius, Steingrímur Karl Teague, Rögnvaldur Borgþórsson og Matthías Hemstock. Útsetningar á lögum Jóns Múla og Jónasar Árnasona, þekkt jazzlög og frumsamin tónlist.

Ármann Helgason, Hlín Erlendsdóttir og Þröstur Þorbjörnsson: Tríó Anasía. Litríkar tónsmíðar undir áhrifum tónlistar millistríðsáranna, kaffihúsatónlistar og tangótónlistar frá Suður-Ameríku.

Marína Ósk Þórólfsdóttir, dúó Marína og Mikael. Frumsamin jazztónlist.

Pamela de Sensi og Guðríður St. Sigurðardóttir “Bel Canto vs Belle Epoque” Ferðalag milli tveggja tónlistarheima sem verða til á svipuðum tíma en eru í algjörlega andstæðum stíl. Annars vegar viðkvæman og einstæðan hljóm Belle Epoque en hins vegar ástríðufull ítölsk óperutónlist.

Peter Máté og Þóra Einarsdóttir “Frá norrænum slóðum”, sönglög eftir norræn og íslensk tónskáld

Með bestu kveðju,

Hlín Pétursdóttir Behrens


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page