top of page

Aðalfundur FÍT-klassískrar deildar FÍH 2020

Kæru félagar,

mánudaginn 7. september kl. 19.15 höldum við aðalfund FÍT – klassískrar deildar FÍH, með seinni skipunum þetta árið út af Covid 19.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði FÍH, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 19.15 með úthlutun styrkja til tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinni og úr Hljómdiskasjóði,

Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 20.00.

Kosið verður til setu eins stjórnarmanns, framboð tilkynnist formanni eigi síðar en 4. september með tölvupósti.

Yfirskrift fundarins er Tónlistarflutningur á tímum Covid og Gunnar Hrafnsson, Formaður FÍH verður gestur á fundinum þar sem hann mun, ásamt mér, formanni FÍT kynna þær aðgerðir sem félögin hafa staðið fyrir í þágu félagsmanna.

Við hlökkum til að sjá sem flesta félaga, léttar veitingar í boði að vanda.

Með bestu kveðjum fyrir hönd stjórnar,

Hallveig Rúnarsdóttir formaður FÍT-klassískrar deildar FÍH


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page