top of page

Um félagið

Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og koma fram fyrir þeirra hönd í baráttumálum þeirra eftir því sem ástæða þykir hverju sinni, með því að vinna að framgangi tónlistarlífs á Íslandi, m.a. í samstarfi við önnur félagasamtök, beita sér fyrir vandaðri tónlistarumfjöllun í fjölmiðlum, og vinna að samvinnu og kynningu félagsmanna.

F.Í.T. var stofnað árið 1940 og er fagfélag íslenskra tónlistarmanna, einleikara, einsöngvara og stjórnenda.

Það er skipað um 180 félagsmönnum sem greiða árgjald til félagsins. Aðalfundur er haldinn að vori og á honum er kosin fimm  manna stjórn og þrír varamenn. Stjórnin fundar mánaðarlega og auk almennra starfa er farið yfir umsóknir nýrra félaga og er því unnt að ganga í félagið hvenær sem er á starfsárinu.

 

Félagið stendur fyrir ýmsum verkefnum í samvinnu við menningarstofnanir í þessum tilgangi, tónleikahaldi á landsbyggðinni í samstarfi við FÍH, tónleikaröð í Norræna húsinu, Klassík í Vatnsmýrinni og tónleikaröð fyrir unga tónlistarmenn í Hörpu.

Félagið úthlutar styrkjum til félagsmanna einu sinni á ári úr Hljómdiskasjóði félagsins með fjármagni frá Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda SFH.

Hverjir geta verið í félaginu?

Félagsmenn geta orðið tónlistarmenn (einleikarar; einsöngvarar; stjórnendur) sem uppfylla eftirtalin skilyrði:Viðkomandi skal hafa stundað ítarlegt tónlistarnám (háskólanám eða sambærilegt), vera virkur í íslensku tónlistarlífi og hafa hlotið ótvíræða viðurkenningu fyrir tónlistarstörf sín.Tónlistarmenn sem falla undir þessa skilgreiningu eru hvattir til að sækja um aðild að F.Í.T. Nýir félagar eru teknir inn á mánaðarlegum fundum stjórnar félagsins. Umsóknir þar sem fram kemur menntun og helstu störf á tónlistarsviðinu má senda í netpósti til félagsins fiston@fih.is, senda í pósti eða skila á skrifstofu F.Í.T. að Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. 

bottom of page