Klassík í Vatnsmýrinni
Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna í samvinnu við Norræna húsið með áherslu á norrænt og alþjóðlegt samstarf. Markmiðið með tónleikaröðinni er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fyrsta flokks innlenda og erlenda listamenn með áherslu á "einleikarann" annars vegar og "kammertónlist" hins vegar.
Stjórn tónleikaraðarinnar sér um framkvæmd og skipulagningu auk listrænnar stjórnunar. Tónleikastjórn skipa: Hlíf Sigurjónsdóttir, Sigurður Bragason og Anna Jónsdóttir
Tónleikar 2018-2019
17. október 2018
Sónötur og ljóð
Chu Yi-Bing, selló og Aládar Rácz, píanó
Verk eftir L.v. Beethoven, C. Debussy, G. Fauré og Sha Hankun
21. nóvember 2018
Í hjarta Parísar
Hafdís Vigfússdóttir, flauta og Kristján Karl Bragason, píanó
Verk eftir G. Fauré, F. Poulenc, P. Gaubert, A. Jolivet, Gísla J. Grétarsson og Kristján Karl Bragason
20. febrúar 2019
Á vængjum söngsins
Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran og Peter Maté, píanó
Verk m.a. eftir F. Mendelssohn-Bartholdy, P. Cornelius, E. Grieg, Jórunni Viðar og Þuríði Jónsdóttur
20. mars 2019
Raddir í loftinu
Sigríður Ósk Kristjándsóttir, mezzósópran, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta og Edda Erlendsdóttir, píanó
Verk eftir M. Ravel, R. Hahn og John Speight
