top of page

Lög Félags íslenskra tónlistarmanna

klassískrar deildar Félags íslenskra hljómlistarmanna

 

 

1. grein

Félagið heitir “Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk deild Félags íslenskra hljómlistarmanna.“ Félagið er fagleg deild í Félagi íslenskra hljómlistarmanna með eigin kennitölu og fjárhag, óháð stéttarfélagsaðild. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

 

 

 

2. grein

Tilgangur félagsins er:

 

a) Að efla hlutverk klassískrar tónlistar í samfélaginu og stuðla að möguleikum félagsmanna til tónlistarflutnings og tónlistarútgáfu.

b) Að koma fram fyrir hönd félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra.

c) Að efla samvinnu og kynningu meðal félagsmanna.

 

 

 

3. grein

Rétt til að gerast félagar eiga þeir, sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum: a) Félagsmenn geta orðið tónlistarmenn (einleikarar; einsöngvarar; stjórnendur) sem uppfylla eftirtalin skilyrði: Viðkomandi skal hafa stundað ítarlegt tónlistarnám (háskólanám eða sambærilegt), vera virkur í íslensku tónlistarlífi og hafa hlotið ótvíræða viðurkenningu fyrir tónlistarstörf sín. b) b) Umsóknir um aðild að félaginu skulu berast til stjórnar sem fjallar um þær til samþykktar eða synjunar á stjórnarfundi. Stjórn skal staðfesta aðild skriflega. Aðild tekur gildi frá dagsetningu bréfs. Árgjald er greitt fyrir allt almanaksárið

 

 

 

4. grein

a) Árgjald skal samþykkt á aðalfundi.

b) Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt og kjörgengi.

c) Greiði félagsmaður ekki gjöld sín í full tvö ár missir hann félagsaðild sína.

 

 

 

5. grein

Stjórn félagsins skipa fimm menn: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Stjórn og þriggja manna varastjórn skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega. Einnig skulu kosnir tveir skoðunarmenn reikninga. Kosning fer fram skriflega.

 

 

 

6. grein

Reikningsár félagsins miðast við 1. apríl.

 

 

7. grein

Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrri hluta árs. Fundarboð skal vera skriflegt og með minnst 2ja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef rétt er til hans boðað. Tillögur til lagabreytinga skulu kynntar í fundarboði.

 

 

 

8. grein

Aðalfundarstörf:

a) Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.

b) Skýrsla formanns.

c) Endurskoðaðir félagsreikningar fyrir síðasta reikningsár lagðir fram til samþykktar

d) Tillögur til lagabreytinga.

e) Nýir félagar kynntir.

f) Kosning formanns.

g) Kosning stjórnar og varastjórnar

h) Kosning skoðunarmanna reikninga

i) Önnur mál.

 

 

 

9. grein

Félagsfundur:

Stjórnin skal kalla saman fund, ef minnst 5 félagsmenn óska þess og tilgreina fundarefni. Almennan félagsfund skal boða með minnst tveggja daga fyrirvara.

 

 

10. grein Lögum þessum má ekki breyta nema á lögmætum aðalfundi. Lagabreytingar þurfa samþykki 2/3 viðstaddra fundarmanna.

 

Samþykkt á aðalfundi 4. 12. 2012.

Uppfært 30.06.2014 GG

bottom of page