

Fræðslukvöld
Þriðjudaginn 7. febrúar er fræðsluerindi með tóndæmum á kaffi Rósenberg kl 20.00. Viðburðurinn fer fram í samstarfi við FÍH, Félag íslenskra söngkennara, Félag íslenskra kórstjóra og KÍTÓN. Yfirskriftin er: Samsköpun og hópmenning í tónlistarstarfi Þær Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir flytja erindi með tóndæmum og munu fjalla um nýja sýn á kórstarf, hljómmyndun, tengsl við áhorfendur og hópmenningu sem áhrifavald í tónlistarsköpun. Þær stofnuðu saman kvenn