Aðalfundur FíT
Ágætu félagar, miðvikudaginn 29. maí kl. 18.30 höldum við aðalfund FÍT. Að þessu sinni ekki í húsnæði FÍH í Rauðagerði heldur í sal Söngskóla Sigurðar Demetz, Ármúla 44, 108 Reykjavík, á 3. hæð. Ármúli 44 er á mótum Ármúla og Grensásvegar. Fundurinn hefst kl. 18.30 með úthlutun styrkja til Tónalands, tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinn og Hljómdiskasjóði, Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 19.00 Sérstök athygli skal vakin á því að kosið verður um tvö sæti í stjórn.


Harmonikkutríó í Hörpuhorni - velkomin heim!
Sunnudaginn 19. maí kl. 16.00 verða tónleikar á vegum tónleikaraðarinnar Velkomin Heim í Hörpuhorni. Harmonikkutríóð Ítríó flytur eigin útsetningar, þjóðlagatónlist frá Makedóníu, verk eftir Finn Karlsson, Jón Nordal, J. Deng, L. Boëllmann, T. Hosokawa og W. Zolotarjov. Ítríó var stofnað haustið 2015 í Kaupmannahöfn af Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttir, Jóni Þorsteini Reynissyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni en þau hafa stundað kammernám við einleikaradeild Konunglega danska T