

Sónötur og ljóð - Tónleikar í Vatnsmýrinni
Á fyrstu tónleikum vetrarins í Tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu leika kínverski sellóleikarinn Chu Yi-Bing og píanóleikarinn Aladár Rácz sellósónötu nr. 1 eftir Ludvig van Beethoven, sónötu eftir Claude Debussy auk ljóða eftir Gabriel Fauré og einnig verkið Eclogue eftir kínverska tónskáldið Sha Hankun.
Chu Yi-Bing stundaði nám í París og hefur verið eftirsóttur einleikari um allan heim allt frá því hann bar sigur úr býtum í alþjóðlegri keppni í Genf


Velkomin heim: Textar í gegnum tónlist!
Textar gegnum tónlist eru fyrstu tónleikar á þriðja starfsári tónleikaraðarinnar Velkomin heim, sameiginlegrar tónleikaraðar FÍH og FÍT innan Sígildra sunnudaga. Tónleikarnir fara fram í Björtuloftum kl. 20.00, sunnudaginn 21. október. Á tónleikunum Textar gegnum tónlist flytur Mikael Máni Ásmundsson lög Bob Dylan fyrir sóló gítar. Hugmyndin af verkefninu er að túlka texta Dylans í gegnum hljóðfærið. Aðferðin sem Mikael notar við að spila lögin er blanda af skrifuðum útsetnin