

Klassík í Vatnsmýrinni - 22. nóv. 2017 Nóbel í tónum - Noble Nobel
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja dagskrá helgaða tveimur nóbelskáldum, þeim Halldóri Laxness og Bob Dylan. Sönglögin við ljóð Laxness eru samin árið 2014 af Eiríki Árna Sigtryggssyni sem starfar jöfnum höndum sem myndlistarmaður og tónskáld. Ljóðaflokkinn „Mr. Tambourine man“ við ljóð Bob Dylans var saminn af John Corigliano árið 2000, en Corigliano hefur unnið Pulitzer verðlaun, fimm Grammy verðlaun og Óskarsverðlaun fyrir tónverk sín


Beint heim - næstu tónleikar í röðinni Velkomin heim!
Sunndaginn 26. nóvember koma Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona og Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari fram á jazztónleikum í Björtuloftum í Hörpu. Þau mynda saman dúettinn Marína og Mikael og samstarf þeirra hófst þegar þau stunduðu nám við Konservatorium í Amsterdam og hafa þau leikið saman í rúm þrjú ár. Á efnisskránni eru lög af nýútkomnum diski þeirra, ,,Beint heim", ásamt nokkrum af þeirra eftirlætis jazz- og dægurlögum. Útsetningar og spilamennska Mikaels Mána nýta áfer