top of page

Velkomin heim: Fundur

Á tónleikum í Björtuloftum 10. febrúar kl. 20.00 í Björtu Loftum í Hörpu flytur Ingi Bjarni Skúlason píanóleikari ásamt tríói sínu sem er skipað þeim Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur, eigin verk af diski sem kom út hjá Dot Time Records í New York í haust. Meginþráður tónleikanna er óður til norðursin, frumsamin þjóðlagatónlist með jazzívafi, byggð á mínímalískum en þó skilvirkum laglínum.

Ingi Bjarni lagði stund á jazz-píanó nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2011. Því næst lauk hann bachelor prófi við Konunglega Tónlistarháskólanum í Den Haag vorið 2016. Vorið 2018 lauk hann sérhæfðu mastersnámi í tónlist sem kallast Nordic Master: The Composing Musician. Námið fór fram í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló. Hann hefur komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur, Copenhagen Jazz Festival, Vilnius Jazz Festival í Litháen, Lillehammer Jazz Festival í Noregi og Jazz in Duketown í Hollandi og á tónleikum í Svíþjóð, Eistlandi, Færeyjum og Belgíu.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Nýlegar færslur
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page