
Fréttir af aðalfundi 2020
Aðalfundur FÍT-klassískrar deildar FÍH var haldinn mánudaginn 7. september síðastliðinn við ágæta mætingu, í sal FÍH í Rauðagerði. Gestur fundarins var Gunnar Hrafnsson formaður FÍH, sem fór annars vegar yfir ýmis kjaramál og svo ásamt formanni FÍT, Hallveigu Rúnarsdóttur yfir aðgerðir tónlistargeirans gagnvart ríkinu vegna Covid-19. Á fundinum hætti Ágúst Ólafsson í stjórn og Eva Þyrí Hilmarsdóttir í varastjórn og eru þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins. Inn í aðalstjórn
Aðalfundur FÍT-klassískrar deildar FÍH 2020
Kæru félagar, mánudaginn 7. september kl. 19.15 höldum við aðalfund FÍT – klassískrar deildar FÍH, með seinni skipunum þetta árið út af Covid 19. Fundurinn verður haldinn í húsnæði FÍH, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19.15 með úthlutun styrkja til tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinni og úr Hljómdiskasjóði, Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl. 20.00. Kosið verður til setu eins stjórnarmanns, framboð tilkynnist formanni eigi síðar en 4. september með