

Klassík í Vatnsmýrinni:"Lifðu í núinu, lifðu í eilífðinni"
Þann 21. mars kl. 20.00 flytja þær Helga Rós Indriðadóttir sópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir dagskrá með yfirskriftinni “Lifðu í núinu, lifðu í eilífðinni”. Á efnisskránni eru sönglög eftir Victor Ullmann og þau tónskáld sem höfðu mest áhrif á hann, Arnold Schönbe rg og Alexander von Zemlinsky.
Helga Rós Indriðadóttir stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Stuttgart og var um árabil fastráðin við óperuna í Stuttgart. Árið 2014 söng hún


Umsóknir í hljómdiskasjóð
Kæru félagsmenn. Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk deild FÍH auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Hljómdiskasjóði félagsins. Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudaginn 24. mars 2017. Í ár verða veittir tveir styrkir að upphæð kr. 200 þúsund. Minnt er á að allir flytjendur sem koma fram á disknum þurfa að vera félagsmenn (sjá 1. grein úthlutunarreglna) og að skilvís greiðsla árgjalds er skilyrði fyrir því að umsókn sé tekin til umfjöllunar. Hér er umsóknaeyðu


Til hamingju Rut!
Við samgleðjumst öllum tilnefndum og sigurvegurum Íslensku tónlistarverðlaunanna og erum sérstaklega stolt af heiðursfélaganum okkar. Til hamingju, Rut Ingólfsdóttir!